Við tökum að okkur allar gerðir raflagnarvinnu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Við reynum eftir bestu getu að koma á móts við allar þær þarfir sem óskað er. Margra ára reynsla, frábærir starfsmenn og góð meðmæli er það sem við erum stolt af. Nánar má sjá hér að neðan.
Allar gerðir nýlagna. Frá uppsteypu til fullfrágenginnar raflagnar. Óskirnar eru margar og reynum við að verða við þeim öllum.
Allar gerðir tölvu- og netlagna fyrir notendur, stóra sem smáa.
Við forritum Dali og free@home hússtjórnunarkerfi. Við erum einnig í góðu samstarfi við fleiri aðila með forritun á hinum ýmsum kerfum.
Setjum upp og leggjum allar lagnir fyrir bílahleðslustöðvar. Erum með góða reynslu í þessum málum.
Uppsetning og lagnavinna við brunakerfi. Góð reynsla og þekking.
Viltu hafa öryggi í húsinu þínu eða í fyrirtækinu ? Mikil reynsla og þekking.
Setjum upp og leggjum fyrir öllum gerðum af myndavélum.
Smíðum allar gerðir af töflum, stýritöflur, greinatöflur, aðaltöflur ofl.
Viðhald raflagna höfum við þjónustað frá upphafi. Ekkert er okkur óviðkomandi í þeim efnum. Hafðu samband og við förum í málið.
Frá stofnun fyritækisins höfum við verið í samstarfi með verktökum í breytingum á húsum og fyrirtækjum.
Við bjóðum viðskiptavinum upp á að teikna og koma með ráð og hugmyndir varðandi lýsingu, allt eftir óskum viðskiptavinarins.
Gerum tilboð í öll verk eftir þeim forsendum sem okkur eru látnar í hendur, því betri forsendur því betra tilboð. Einnig gerum við þjónustusamninga við fyrirtæki og stofnanir.
Elmax ehf var stofnað í febrúar 2004. Sami eigandi og kennitala er búin að vera frá stofnun. Hjá okkur eru bæði lærðir rafvirkjar og einnig höfum við verið dugleg að taka að okkur nema. Góð þjónusta og gott samstarf við okkar viðskiptavini hefur skilað okkur þar sem við erum í dag og stefnum við að því að halda því áfram um ókomna framtíð. Elmax ehf er meðlimur í SART (Samtök rafverktaka ) og MIH (Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði).
Sendu okkur verkbeðni